MIÐSTÖÐ FYRIR NORÐURSLÓÐARANNSÓKNIR

Miðstöð fyrir Norðurslóðarannsóknir, Þingeyjarsýsla, 2015
Í þessu verkefni var gerð krafa um byggingu sem þjónaði sínum fjölmörgu hlutverkum og félli vel að landslaginu. Innblásturinn að formum byggingarinnar var sóttur í hóla og kletta í íslenskri náttúru. Skálínurnar gera það að verkum að rýmin nýtast betur, þörf er á færri fermetrum og arkitektúrinn verður líflegur.